Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 20.-26. júlí 2013

Föstudagur 26. júlí

Fyrri part dags lá leiðin austur á land til Heiðar vinkonu.

Þar voru einnig Kjartan, Ragga og Bergrún Agnes.

Fimmtudagur 25. júlí

Kl.14 fór fram útför Heimis Þorleifssonar, rótarýfélaga í Rótarýklúbbi Seltjarnarness, frá Seltjarnarneskirkju.

Miðvikudagur 24. júlí

Í dag lá leiðin suður aftur.

Þriðjudagur 23. júlí

Dagurinn nýttist í Fjallabyggð.

Pabbi var áttræður í dag.

Hann er fjallhress.

Mánudagur 22. júlí

Dagurinn fór í að dytta að garðinum fyrir norðan.

Sunnudagur 21. júlí

Í dag lá leiðin norður í Fjallabyggð.

Laugardagur 20. júlí

Í dag ók ég mömmu og norskri æskuvinkonu hennar, Kari, um Reykjanesskagann.

Fyrst lá leiðin í Sandgerði.

Síðan gengum við yfir brúna á flekamótunum.

Þar næst ókum við nýja Suðurstrandarveginn í gegnum Grindavík til Þorlákshafnar og Eyrarbakka.

Á leiðinni heim skoðuðum við Hellisheiðavirkjun.