Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 13.-19. júlí 2013

Föstudagur 19. júlí

Kl.10 fórum við Heiður í sjósund í Nauthólsvíkinni.

Fimmtudagur 18. júlí

Seinni part dags lá leiðin tilbaka á höfuðborgarsvæðið.

Miðvikudagur 17. júlí

Dagurinn nýttist við vatnaveiðar.

Þriðjudagur 16. júlí

Seinni part dags lá leiðin á Snæfellsnes.

Mánudagur 15. júlí

Í dag lá leiðin á Þingvelli.

Þar mátti sjá hve margir ferðamenn fara um svæðið bæði til að skoða staðinn, ganga, kafa og snorkla.

Sunnudagur 14. júlí

Seinni partur dags nýttist í góða göngu í rigningunni í Heiðmörk.

Laugardagur 13. júlí

Skrapp í Kringluna í dag.

Þar var margt um manninn enda ekkert lát á rigningunni hér fyrir sunnan þ. a. margir leggja leið sína inn í verslanamiðstöðvarnar.