Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 6.-12. júlí 2013

Föstudagur 12. júlí

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 11. júlí

Í dag lá leiðin tilbaka til Reykjavíkur með smá stoppi hjá Heiði og co í Landbrotinu.

Miðvikudagur 10. júlí

Dagurinn nýttist fyrir austan við að synda í Lagarfljótinu, skoða skógarsafnið og fleira.

Hitinn fór upp í 26 stig á Héraði.

Um kvöldið borðuðum við á Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði.

Þriðjudagur 9. júlí

Í dag lá leiðin á Fáskrúðsfjörð að hitta Hákon.

Seinni partinn versluðum við í Bónus á Egilsstöðum.

Elduðum svo nautalund um kvöldið.

Mánudagur 8. júlí

Dagurinn fór í tiltektir og annað stúss.

Sunnudagur 7. júlí

Kl.20 lá leiðin á stórskemmtilega sirkussýningu í Borgarleikhúsinu.

Sýningin var spennandi, vönduð, skemmtileg og óvenjuleg.

Laugardagur 6. júlí

Um kvöldið kom hluti stórfjölskyldunnar í mat.