Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 22.-28. júní 2013

Til upplýsingar: Nýlega fékk ég nýtt netfang, en það er siv.fridleifsdottir@gmail . com

Föstudagur 28. júní

Kl.12 stýrði ég stjórnarskiptafundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Í lok fundar tók ný stjórn við .

Þar með lauk störfum mínum sem forseti klúbbsins að þessu sinni og Daníel Teague tók við því embætti.

Mun hann halda utan um starf klúbbsins á nýhöfnu starfsári.

Um kvöldið lá leiðin m. a. í boð til Önnu Hrannar og Ásgeirs.

Fimmtudagur 27. júní

Dagurinn nýttist í útréttingar og fleira.

Miðvikudagur 26. júní

Skrapp í góða gönguferð.

Þriðjudagur 25. júní

Dagurinn nýttist m. a. í að koma bílnum í viðgerð og vinnu fyrir rótarý.

Mánudagur 24. júní

Dagurinn fór m. a. í útréttingar.

Sunnudagur 23. júní

Í dag lá leiðin m. a. í afmæliskaffi til mömmu.

Laugardagur 22. júní

Í dag útskrifaðist Elín Björk í læknisfræði.