Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 15.-21. júní 2013

Föstudagur 21. júní

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Skrapp svo í kaffi til mömmu.

Fimmtudagur 20. júní

Dagurinn fór m. a. í garðvinnu.

Miðvikudagur 19. júní

Um miðjan daginn var boð þingflokks framsóknarmanna í tilefni kvennadagsins í dag.

Boðið var haldið í aðstöðu þingflokksins í gamla Moggahúsinu.

Þriðjudagur 18. júní

Um morguninn lá leiðin í Krónuna á Reyðarfirði til að birgja Hákon upp með mat fyrir mánuðinn.

Seinni hluta dags fór í að aka að austan til Reykjavíkur.

Mánudagur 17. júní

Kl.11 var hátíðarguðþjónusta í tilefni 17. júní í Seltjarnarneskirkju.

Rótarýklúbbur Seltjarnarness aðstoðaði við messuna og hélt ég hátíðarræðu fyrir hönd klúbbsins.

í lok messu voru kaffiveitingar.

Seinni hluti dags nýttist í að aka Hákoni austur á Fáskrúðsfjörð, en þar mun hann vinna í Loðnuvinnslunni eins og í fyrrasumar.

Sunnudagur 16. júní

Dagurinn nýttist m. a. til undirbúnings 17. júní.

Laugardagur 15. júní

Kl.10 var morgunkaffi á stofunni hjá pabba.

Um kvöldið komu Húnbogi, Elín Björk, Hákon og mamma í mat.