Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 8.-14. júní 2013

Föstudagur 14. júní

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness og fór þar með skýrslu forseta.

Skýrslan fjallaði um starfsemina á því starfstímabili sem nú er að ljúka.

Einnig heiðruðum við tvo nemendur fyrir góðan námsárangur í grunnskólanum á Seltjarnarnesi, þau Mörtu Maríu Halldórsdóttur og Ara Kvaran.

Síðan héldu Heiður Björnsdóttir og Sverrir Bergmann erindi um sjósund.

Fimmtudagur 13. júní

Hluti dags nýttist í að klára skýrslu forseta Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Kl.15:15 sýndi ég norrænum gestum Alþingi.

Kl.17 lá leiðin í móttöku í breska sendiráðið.

Kl.19:30 var kvöldverður á Kolabrautinni.

Miðvikudagur 12. júní

Kl.9:30 fór ég í klippingu til Lilju í HárTEAM í Skeifunni.

Hluti dagsins fór í að útbúa myndasýningu fyrir Rótarýklúbb Seltjarnarness.

Þriðjudagur 11. júní

Kl.12-16 var upplýsingafundur Norræna menningarsjóðsins haldinn í Norræna húsinu.

Á fundinum hélt ég tölu um starfsemi sjóðsins og mikilvægi hans.

Mánudagur 10. júní

Fór m. a. í langt viðtal vegna bókar sem á að koma út og fjallar um þá kvenráðherra sem hafa starfað á Íslandi frá upphafi, en ég var sá sjötti í röðinni.

Um kvöldið kom Hákon í land af sjónum á Grundarfirði.

Sunnudagur 9. júní

Dagurinn nýttist í tiltektir.

Seinni partinn komu Elín Björk og Húni í kaffi.

Laugardagur 8. júní

Dagurinn fór í garðvinnu og fleira.

Um kvöldið var humarveisla hjá mömmu.