Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 1.-7. júní 2013

Föstudagur 7. júní

Kl.11:45 var sameiginlegur fundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness og Rótarýklúbbsins í Salem, New Hampshire.

Fundurinn fór fram í gegnum skype og var varpað á tjald beggja vegna Atlantshafsins.

Að okkar hálfu töluðum við Þorgeir Pálsson.

Ég kynnti okkar rótarýklúbb og sögu hans og hann kynnti Seltjarnarnes og Ísland.

Kl.14 skrapp ég á fund í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Kl.15 var síðan fundur nefndar sem er að undirbúa reunion fyrir gamla Valhúsaskólanemendur.

Fimmtudagur 6. júní

Í dag lá leiðin suður.

Kl.17 var fundur í viðtakandi stjórn Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Miðvikudagur 5. júní

Var að vinna í garðinum og húsinu á Siglufirði.

Skrapp líka til Ólafsfjarðar að hitta Sigrúnu Sig og Helgu Rós.

Þriðjudagur 4. júní

Dagurinn var nýttur í að vinna í húsinu mínu á Siglufirði.

Mánudagur 3. júní

Í dag lá leiðin norður á Siglufjörð.

Sunnudagur 2. júní

Dagurinn nýttist í garðvinnu og annað stúss.

Laugardagur 1. júní

Dagurinn fór í tiltektir eftir veislu gærdagsins þegar Hákon útskrifaðist sem nýstúdent úr MR.