Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 25.-31. maí 2013

Föstudagur 31. maí

Um  morguninn lá leiðin á Grundarfjörð að sækja Hákon en hann var að koma af sjónum.

Kl.14 var hátíðarathöfn í Háskólabíói þegar Menntaskólinn í Reykjavík útskrifaði stúdenta.

Hákon var þeirra á meðal.

Um kvöldið hélt Hákon veislu af því tilefni.

Fimmtudagur 30.maí

Hluti dagsins fór í að vinna í málefnum Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Miðvikudagur 29. maí

Kl.10 var tími hjá tannlækni.

Um miðjan daginn lá leiðin á fund um stjórnmál.

Seinni partinn vann ég í skýrslu um málefni Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Þriðjudagur 28. maí

Kl.11 var tími hjá tannlækni.

Kl.20 lá leiðin á sýningu íslenska dansflokksins, Walking Mad, í Borgarleikhúsinu.

Sýningin var frábær, flottir dansar og góð tónlist.

Mánudagur 27. maí

Í dag aðstoðaði ég Ingunni systur í vinnunni.

Vann einnig í rótarýgögnum.

Kl.17 var tími til að skreppa í sjósund.

Sunnudagur 26. maí

Dagurinn fór í tiltektir og fleira.

Laugardagur 25. maí

Kl.11 var síðasti laugardagskaffifundur framsóknarmanna haldinn í aðstöðu flokksins í Kópavogi fyrir þetta sumar.

Næsti fundur er í haust.

Kl.17 hittist saumaklúbburinn hjá Heiði.

Þaðan fórum við að borða á veitingastaðnum Við Tjörnina.