Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 18.-24. maí 2013

Föstudagur 24. maí

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness í golfskálanum á Seltjarnarnesi.

Kl.14:30 var tími hjá tannlækni.

Fimmtudagur 23. maí

Dagurinn fór í ýmsar útréttingar.

Kl.20:15 var seinni hlutinn af New York námskeiðinu í Endurmenntun Háskólans.

Miðvikudagur 22. maí

Kl.10 var fundur með nefnd Sameinuðu þjóðanna sem er að skoða lagalegt jafnrétti kynjanna.

Kl.19 var smink og kl.19:30 vorum við Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, í Kastljósinu hjá Sigmari að ræða um nýjan stjórnarsáttmála.

Á sama tíma voru þingflokksfundir hjá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum þar sem gengið var frá nýrri ráðherraskipan.

Þriðjudagur 21. maí

Dagurinn fór í frágang á pappírsgögnum og tannviðgerðir.

Um kvöldið lá leiðin á miðstjórnarfund Framsóknarflokksins þar sem samþykkt var að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Mánudagur 20. maí

Skrapp í Ásmundarsafnið í dag í tilefni þess að í dag hefði listamaðurinn orðið 120 ára.

Sunnudagur 19. maí

Kl.16 lá leiðin í fermingarveislu Margrétar Stefánsdóttur, frænku minnar í Hafnarfirði.

Um kvöldið gerði ég tillögur á netinu varðandi framlög úr Norræna menningarsjóðnum.

Laugardagur 18. maí

Kl.12 hittumst við sjúkraþjálfararnir sem útskrifuðumst árið 1986 úr HÍ hjá Hönnu Marteins á Greiningarstöðinni í Kópavogi.

Sýndi hún okkur stöðina og starfsemi hennar.

Seinnipartinn héldum við afmælisveislu í tilefni þess að Hákon er tvítugur í dag.