Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 11.-17. maí 2013

Föstudagur 17. maí

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness, en á fundinn mætti Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og fjallaði um eldkerfið í Krýsuvík og áhrif þess á höfuðborgarsvæðið.

Seinnipart dags var kaffiveisla hjá mömmu í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna í dag.

Kl.17:45 lá leiðin niður í Reykjavíkurhöfn að hlusta á Vessel Orchestra, opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík.

Fimmtudagur 16. maí

Kl.8:30 lá leiðin í Hörpuna á ráðstefnu um tækifæri á Norðurslóðum m. a. vegna loftslagsbreytinga.

Um kvöldið fórum ég á námskeið um New York í Endurmenntun Háskóla Íslands.

Miðvikudagur 15. maí

Kl.10-16 var ég með nýjum þingmönnum Framsóknarflokksins á flokksskrifstofunni og í græna herberginu, þingflokksherbergi framsóknarmanna, á Alþingi.

Fór ég yfir mikilvæg atriði sem þau geta haft í huga í vinnu sinni á Alþingi og í kjördæmunum.

Dagurinn var mjög skemmtilegur og hef ég mikla trú á að þessi kraftmikli þingflokkur muni skila góðu starfi.

Þriðjudagur 14. maí

Morguninn nýttist hjá tannlækni.

Seinni partinn undirbjó ég kennsluefni fyrir nýja þingmenn Framsóknarflokksins.

Mánudagur 13. maí

Kl.13 var fundur nefndar sem er að undirbúa nýja löggæsluáætlun.

Skrapp svo upp á flokksskrifstofu og fór í útréttingar.

Kl.17 var sjósund.

Sunnudagur 12. maí

Kl.17 fórum við Heiður á stórskemmtilega tónleika hjá Selkórnum og Sínfóníuhljómsveit áhugamanna í Seltjarnarneskirkju.

Laugardagur 11. maí

Dagurinn nýttist í góða gönguferð rétt utan við borgina.

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk og Hákon í mat.