Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 4.-10. maí 2013

Föstudagur 10. maí

Fór á tölvudeild Alþingis vegna tölvumála.

Í dag var fundarfall í Rótarýklúbbi Seltjarnarness því í gær var frídagur og því ákveðið að sleppa fundi í dag.

Í kvöld lá leiðin í Þjóðleikhúsið að sjá Engla alheimsins.

Frábært verk sem hiklaust er hægt að mæla með.

Fimmtudagur 9. maí

Dagurinn nýttist í garðvinnu í blíðunni.

Um kvöldið komu matargestir.

Miðvikudagur 8. maí

Sótti tölvuna á tölvudeild Alþingis.

Seinni partur dags nýttist í langa göngu í vorsólinni.

Þriðjudagur 7. maí

Fór á skrifstofuna að henda pappírum, en það er talsvert verk eftir 18 ár á Alþingi.

Fór svo á tölvudeildina til að fá upplýsingar um tölvumálin.

Kl.17 skoðaði ég varðskipið Þór.

Mánudagur 6. maí

Var á skrifstofunni í dag að henda pappírum.

Kl.17 var tími til að fara í sjósund.

Sunnudagur 5. maí

Dagurinn fór í að uppfæra heimasíðuna og umplanta kryddplöntunum mínum.

Laugardagur 4. maí

Kl.11 vorum við Illugi Gunnarsson og Stefán Jón Hafstein gestir í Vikulokum hjá Hallgrími Thorsteinssyni.

Ræddum við um nýafstaðnar alþingiskosningar og stöðuna í stjórnmálum.