Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 27.apríl- 3. mai 2013

Föstudagur 3. maí

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Gestur fundarins var Ragna Árnadóttir og fjallaði hún um samráðsvettvang til aukinnar hagsældar á Íslandi.

Fimmtudagur 2. maí

Skrapp á stofuna til pabba í morgunsárið.

Fór svo á skrifstofuna mín að taka til í pappírum.

Seinni partinn var hátíð hjá Gámaþjónustunni í Hafnarfirði í tilefni þess að fyrirtækið hefur náð umhverfisvottun.

Miðvikudagur 1. maí

Um kvöldið var skemmtileg uppskeruhátíð sem Eygló Harðardóttir hélt í tilefni góðra úrslita í Suðvesturkjördæmi.

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi bættu mestu fylgi við sig hlutfallslega í flokknum og geta verið mjög ánægðir með þann stórgóða árangur.

Þriðjudagur 30. apríl

Kl.9 fórum við Heiður á fyrirlestur í Hörpunni.

Síðan fórum við í sjósund í hádeginu og mat á Nauthól því Heiður á afmæli í dag.

Um kvöldið var matarboð hjá Húna og Elínu Björku.

Mánudagur 29. apríl

Skrapp niður á flokksskrifstofu að heyra í framsóknarmönnum eftir góð kosningaúrslit.

Kl.17 var sjósund.

Sunnudagur 28. apríl

Dagurinn fór í hvíld eftir stranga og skemmtilega kosningabaráttu.

Laugardagur 27. apríl

Í dag fór ég á allar kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, þ. e. í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Allsstaðar var mikið rennerí, en mesti fjöldinn var á skrifstofunni í Hafnarfirði.

Mjög góður andi ríkti og menn á því að við myndum fá gott fylgi.

Um kvöldið var kosningavaka á Spot í Kópavogi.

Eftir miðnætti var ég í ríkissjónvarpinu á kosningavökunni þar ásamt konum sem eru einnig að hætta þingmennsku nú.