Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 20.-26. apríl 2013

Föstudagur 26. apríl

Kl.10 byrjaði ég á fyrirtækjarölti með Sigurjóni Kjærnested og fleirum á Hraununum í Hafnarfirði.

Kl.11:30 var stjórnarfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Seinni partinn var ég að pakka grænmeti með frambjóðendum og stuðningsmönnum Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og fram á kvöld.

Á morgunn er kjördagur.

Fimmtudagur 25. apríl

Kl.10 byrjuðum við að pakka grænmeti til að afhenda kjósendum í Suðvesturkjördæmi.

Kl.16 var opnað kvennasögusafn á Eyrarbakka.

Miðvikudagur 24. apríl

Kl.8:15 var fundur kosningastjórnar í Suðvesturkjördæmi.

Kl.10 hófst fyrirtækjarölt með Sigurjóni Kjærnested á Hraununum í Hafnarfirði að kynna stefnu Framsóknarflokksins.

Kl.18 var skemmtikvöld framsóknarmanna í Hafnarfirði á kosningaskrifstofunni.

Þriðjudagur 23. apríl

Í dag heimsótti ég m. a. sjúkrahúsið á Akranesi og dvalarheimilið Höfða og kynnti mér starfsemina.

Um kvöldið lá leiðin á fund framsóknarmanna á Selfossi.

Mánudagur 22. apríl

Kl.11 var fundur í nefnd um löggæsluáætlun.

Síðan var fyrirtækjarölt á Kársnesi í Kópavogi með Jóni Péturssyni og endað á að afhenda bæklinga fyrir utan Bónus í Hafnarfirði með Njólu Elísdóttur.

Um kvöldið lá leiðin á fund framsóknarmanna í Reykjanesbæ.

Sunnudagur 21. apríl

Kl.14 var ég gestur á aðalfundi framsóknarmanna á Seyðisfirði.

Laugardagur 20. apríl

Í hádeginu heimsótti ég kosningaskrifstofu framsóknarmanna á Akureyri.

Í dag lá leiðin austur á land.