Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 13.-19. apríl 2013

Föstudagur 19. apríl

Kl.9 var tími í klippingu hjá Lilju í HárTEAM.

Kl.11:30 var stjórnarfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.20 var ég gestur á konukvöldi Framsóknarflokksins á Akureyri.

Fimmtudagur 18. apríl

Kl.10-16 vorum við Njóla og Ingvar á fyrirtækjarölti í Garðabæ og Hafnarfirði að kynna framboðslista framsóknarmanna og dreifa bæklingum.

Leiðin lá meðal annars í Toyota með Willum, Njólu og Ingvari.

Eftir hádegi héldum við Njóla áfram í fyrirtækjaröltinu.

Kl.17 lá leiðin í skemmtilegt fertugsafmæli Hrafnhildar að Sléttuvegi.

Miðvikudagur 17. apríl

Fyrir hádegi vorum við Njóla í fyrirtækjarölti í Smárahverfinu að kynna framboðslistann og afhenda bæklinga.

Eftir hádegi héldum við Njóla fyrirtækjaröltinu áfram, en nú á Strandgötunni í Hafnarfirði.

Kl.17:15 vorum við Njóla að dreifa bæklingum fyrir framan Bónus í Mosfellsbæ.

Að því loknu heimsóttum við kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ.

Þriðjudagur 16. apríl

Um morguninn var ég í fyrirtækjarölti með Ingvari í Smárahverfinu í Kópavogi.

Eftir hádegi röltum við Þorsteinn Sæmundsson í fyrirtæki í sama hverfi.

Kl.17-18 vorum við Njóla Elísdóttir og Sigurjón Kjærnested að afhenda bæklinga framan við Bónus á Völlunum.

Mánudagur 15. apríl

Fór í morgunkaffi á stofuna hjá pabba.

Kl.12:15 lá leiðin á rótarýfund á Nauthóli.

Kl.16 -18 vorum við, nokkrir frambjóðendur og flokksmenn í Suðvesturkjördæmi, að kynna framboðslistann og afhenda bæklinga framan við Bónus og Rúmfatalagerinn á Smáratorgi.

Sunnudagur 14. apríl

Um miðjan daginn var flug heim.

Um kvöldið bauð mamma upp á gómsætt lambalæri og meðlæti.

Laugardagur 13. apríl

Dagurinn var nýttur í Stokkhólmi.