Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 6.-12. apríl 2013

Föstudagur 12. apríl

Um morguninn skrapp ég í heimsókn í sænska þingið.

Seinni partinn lá leiðin í Södramalm.

Fimmtudagur 11. apríl

Kl.8:30-10:00 var fundur flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði, en hann var sá síðasti sem ég sit sem alþingismaður.

Kl.10-16 var þemaráðstefna Norðurlandaráðs haldinn í gamla neðrideildarsal sænska þingsins.

Rædd voru öryggis- og varnarmál.

Var þetta síðasti fundurinn sem ég sit í Norðurlandaráði þar sem ég hætti þingmennsku bráðlega.

Um kvöldið lá leiðin á kammertónleika í Hallwyska palaset.

Miðvikudagur 10. apríl

Kl.10 hófst fundur í stjórn flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði í sænska þinginu.

Kl.13-15 var fundur flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.15:00-18.30 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs, en fundurinn var minn síðasti þar sem ég hætti sem alþingismaður bráðlega.

Kl.19:30 var kvöldverður í boði sænsku landsdeildarinnar í Norðurlandaráði í Miðaldasafninu í Stokkhólmi.

Þriðjudagur 9. apríl

Um morguninn var flug til Stokkhólms.

Mánudagur 8. apríl

Fór í morgunkaffi á stofuna til pabba um morguninn.

Kl.10 mætti ég á kosningaskrifstofu framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi.

Þaðan lá leiðin í fyrirtækjaheimsóknir í Hafnarfirði og Kópavogi til að kynna stefnu framsóknarmanna.

Mjög góður rómur var gerður að stefnu flokksins og frambjóðendum okkar.

Kl.20 er opinn fundur Framsóknarflokksins í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ þar sem rætt verður um skuldamál heimilanna.

Sunnudagur 7. apríl

Kl.14 opnuðum við framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi kosningaskrifstofu í Hafnarfirði.

Troðið var út úr dyrum og mikil stemmning.

Laugardagur 6. apríl

Kl.14 opnuðum við framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi kosningaskrifstofu í Garðabæ.

Fjöldi manns mætti og skemmti sér vel.