Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 30.mars-5.apríl 2013

Föstudagur 5. apríl

Kl.17 var haldið upp á 50 ára afmæli Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, með glæsilegum hætti í aðstöðu flokksins að Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Um kvöldið var endurfundahátíð 6.-S, menntaskólabekkjar míns úr MR.

Það er alltaf mikið fjör þegar bekkurinn hittist, enn það gerum við nú árlega.

Fimmtudagur 4. apríl

Um morguninn var ég á kosningaskrifstofu framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi.

Seinni partinn lá leiðin í Fjallabyggð þar sem ég ávarpaði opinn stjórnmálafund framsóknarmanna.

Miðvikudagur 3. apríl

Fór í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Kl.12 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs á Alþingi.

Kl.13:30 var blaðamannafundur undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar þar sem við kynntum 10 tillögur til að taka á kynferðisafbrotum gegn börnum.

Góð mæting var á blaðamannafundinn.

Seinni partinn var ég ásamt Þorsteini Sæmundssyni, sem skipar þriðja sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Guðmundi Einarssyni að kynna framboðið á Seltjarnarnesi.

Þriðjudagur 2. apríl

Dagurinn nýttist í m. a. að ná í meðmælendalista fyrir framboð Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum.

Seinni partinn lá leiðin á opinn stjórnmálafund Framsóknarflokksins í Vík í Mýrdal.

Mánudagur 1. apríl

Dagurinn nýttist í að skoða sig um s. s. á Djúpalónssandi.

Sunnudagur 31. mars

Páskadagur nýttist í afslöppun og að koma sér á Vesturlandið.

Laugardagur 30. mars

Fyrri hluta dags var morgunfundur framsóknarmanna á Akureyri.

Seinni partinn var hátíð Framsóknarflokksins á Egilstöðum þar sem kosningaskrifstofa flokksins var opnuð.