Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 23.-29. mars 2013

Föstudagur 29. mars

Föstudagurinn langi nýttist í að koma sér norður í land.

Fimmtudagur 28. mars

Dagurinn fór í tiltektir.

Miðvikudagur 27. mars

Þingfundi var frestað þar sem enn er verið að reyna að semja um þinglok.

Kl.12 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Þingfundur var haldinn með hléum í dag og áfram reynt að semja um þinglok.

Þingfundi lauk síðan um kl.2 um nóttina og var það síðasti fundurinn minn sem þingmaður.

Síðasta innlegg mitt var atkvæðaskýring um hve mikilvægt væri að byrja sem fyrsta að byggja nýjan Landspítala, þ. e. nýtt og nútímalegt þjóðarsjúkrahús.

Þriðjudagur 26. mars

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd þar sem við fórum yfir nýja skýrslu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Kl.14 var þingflokksfundur.

Kl.14.30 hittist undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sem er að skoða kynferðisbortamál.

Þingið stóð yfir í dag með hléum enda gengur rólega að semja um þinglok.

Fór úr þinginu um kl.00:30.

Mánudagur 25. mars

Kl.10 fór ég í viðtal á Alþingi.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.17 var tími fyrir sjósund.

Sunnudagur 24. mars

Kl.14 opnuðum við framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi kosningarskrifstofu að Digranesvegi 12 í Kópavogi með pomp og prakt.

Um kvöldið greiddi ég atkvæði um styrkveitingar í Norræna menningarsjóðnum á netinu.

Laugardagur 23. mars

Um miðjan daginn lá leiðin í heimsókn í sumarbústað á Suðurlandið.

Kl.14 var kosningaskrifstofa framsóknarmanna í Reykjavík suður og norður opnuð á Suðurlandsbrautinni.

Kl.20 lá leiðin í afmælisveislu.