Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 16.-22. mars 2013

Föstudagur 22. mars

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.11 var tími hjá tannlækni.

Kl.17 var vöfflukaffi hjá Húna og Elínu Björku.

Kl.19 var ég veislustjóri á tvöþúsundasta fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness og árshátíð klúbbsins í Setrinu á Grand hótelinu.

Yfir 70 manns mættu og skemmtu sér stórvel.

Matur og þjónusta var til fyrirmyndar.

Fimmtudagur 21. mars

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.13 var ársfundur rannsóknarsetra Háskólans í fræðasafninu í Sandgerði.

Í dag hélt ég ræðu á Alþingi þar sem m. a. þetta kom fram.

Kl.20. var fundur framsóknarmanna í Hafnarfirði þar sem við ræddum um komandi alþingiskosningar.

Miðvikudagur 20. mars

Í dag var ekki þingfundur því ekki hefur samist um þinglok, en þingi átti að ljúka síðasta föstudag.

Um kvöldið vann ég í stjórnarstörfum fyrir Norræna menningarsjóðinn á netinu.

Þriðjudagur 19. mars

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10 hófst þingfundur.

Kl.13 var aftur stuttur fundur í allsherjar- og menntmálanefnd.

Kl.13:30 var fundur undirnefndar um kynferðisbrot.

Um kvöldið las ég gögn vegna Norræna menningarsjóðsins.

Mánudagur 18. mars

Kl.12:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Seinni partinn heimsótti ég félaga í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.17 var sjósund.

Um kvöldið var opinn fundur framsóknarmanna með Frosta Sigurjónssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur í Reykjanesbæ.

Sunnudagur 17. mars

Dagurinn nýttist í ýmislegt snatt, lestur gagna og greinaskrif.

Laugardagur 16. mars

Um miðjan daginn var fermingarveisla Emils Arnars Árnasonar, bróðursonar míns.

Um kvöldið var haldin glæsileg árshátíð Félags framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni.