Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 9.-15. mars 2013

Föstudagur 15. mars

Kl.11 hittist undirhópur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 14. mars

Morguninn nýttist í tannviðgerðir.

Var svo heima að vinna í gögnum.

Viðtal á visi.is vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Miðvikudagur 13. mars

Kl.9:30 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.12:45 var stuttur þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.13:30 voru atkvæðagreiðslur um Rúv og fleira.

Kl.14 var ég hjá Lilju í Hárteam í klippingu.

Síðan fór ég í nokkur viðtöl vegna Lagarfljóts s. s. uppi á Rúv-sjónvarpi, í Moggann og Fréttablaðið.

Kl.19:50 hófust eldhúsdagsumræður á Alþingi.

Fyrir hönd framsóknarmanna töluðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir.

Að umræðum loknum hittist þingflokkurinn til að fagna góðu gengi.

Þriðjudagur 12. mars

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Síðan skrapp ég upp á SÍBS í svokallað líffærakaffi þar sem líffæraþegar hittast til að bera saman bækur sínar.

Kl.11 fór ég með Hákon til Ingunnar, tannlæknis.

Mánudagur 11. mars

Kl.9:30 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10.30 hófst fundur á Alþingi á umræðum um vantraust á ríkisstjórnina.

Kl.14:40 var atkvæðagreiðsla um vantraustið og fór hún 32-29 og einn sat hjá, Jón Bjarnason. Atli Gíslason var fjarverandi.

Kl.15:30 kom Diana Wallis, fyrrum varaforseti Evrópuráðsins, að hitta mig.

Kl.17 var sjósund.

Kl.20 var fundur á vegum Framsóknarflokksins um verðtrygginguna í Mosfellsbæ.

Sunnudagur 10. mars

Dagurinn fór í tiltektir og vinnslu gagna.

Laugardagur 9. mars

Dagurinn nýttist m. a. í að fara á fund framsóknarmanna á Akureyri.

Fundaði einnig með kosningastjórnanum, Mínervu Björgu Sverrisdóttur.