Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 2.-8. mars 2013

Föstudagur 8. mars

Kl.12 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Um kvöldið lá leiðin norður.

Fimmtudagur 7. mars

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.11:10-12:00 vorum við Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á kynningarfundi í Menntaskólanum í Reykjavík.

Kynntum við Framsóknarflokkinn fyrir fróðleiksfúsum MR-ingum.

Var svo á skrifstofunni minni fram eftir degi.

Miðvikudagur 6. mars

Kl.7 vorum við framsóknarmennirnir, Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi í Reykjavík norður og Willum Þór Þórsson, frambjóðandi í Suðvesturkjördæmi, í heita pottinum í sundlaug Seltjarnarness.

Ræddum við þar við sundgesti um stöðu stjórnmála og annað skemmtilegt.

Við létum veðrið ekki á okkur fá, en það var bandbrjálað.

Síðar um daginn hætti strætó að ganga og margar götur voru ófærar.

Kl.10 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.12 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.14:45 fór ég í viðtal.

Kl.20 lá leiðin í Borgarleikhúsið að sjá verkið Tengdó.

Þriðjudagur 5. mars

Kl.9 hófst fundur á allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.12.30 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.19 var boð fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi á flokksskrifstofu Framsóknarflokksins.

Mánudagur 4. mars

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15:15 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Sunnudagur 3. mars

Kl.13:30 var Búnaðarþing sett á Hótel Sögu, en yfirskrift þingsins var -Hvað segja bændur gott?-.

Laugardagur 2. mars

Í dag lá leiðin aftur um Suðurlandið til Reykjavíkur.

Kl.19:30 hófst þingveislan á Hótel Sögu.

Er þetta fyrsta þingveislan frá því eftir Hrun, en þær voru haldnar árlega hér í den.