Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 23.feb.-1. mars 2013

Föstudagur 1. mars

Kl.12 stýrði ég fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Kl.20 var ég gestur á kvennakvöldi framsóknarmanna á Höfn í Hornafirði.

Skemmtilegur hópur kvenna átti saman góða stund fram eftir kvöldi í Slysavarnarhúsinu á staðnum.

Mættar voru m. a. Silja Dögg Gunnarsdóttir, frambjóðandi Framsóknar í 2. sæti og Ásgerður Kristín Gylfadóttir, forseti bæjarstjórnar.

Fimmtudagur 28. febrúar

Kl.9 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.19 hófst seinni fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Miðvikudagur 27. febrúar

Um morguninn skrapp ég í kaffi á stofuna hjá pabba.

Kl.12 tók ég viðtal á Alþingi.

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15:15 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Þriðjudagur 26. febrúar

Kl.9 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.12 hitti ég nokkra fyrrum skólafélaga mína á Horninu.

Kl.20 var aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi.

Mánudagur 25. febrúar

Kl.11 var fundur um löggæsluáætlun.

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Seinni partinn fór ég með Hákon í klippingu.

Sunnudagur 24. febrúar

Dagurinn fór að mestu í tiltektir og lestur gagna.

Kl.20 lá leiðin á leikritið Ormstungu í Borgarleikhúsinu.

Eitt af betri verkum sem ég hef séð.

Mæli eindregið með því.

Laugardagur 23. febrúar

Kl.10:30 sótti ég morgunkaffifund framsóknarmannar á Suðurnesjum.

Kl.11:50 fór ég á fund um skattamál hjá framsóknarmönnum á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Kl.14 sótti ég málþing um Rannveigu Þorsteinsdóttur, en hún var fysta konan sem var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkin og mikill brautryðjandi í jafnréttismálum.