Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 9.-15. febrúar 2013

Föstudagur 15. febrúar

Í dag lá leiðin norður á Húsavík.

Fimmtudagur 14. febrúar

Kl.8:30 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.11 var sérstök umræða um svokallað FBI mál, en við Vigdís Hauksdóttir tókum þátt í henni fyrir hönd framsóknarmanna.

Kl.14 lá leiðin í Kringluna að máta föt vegna GoRed tískusýningarinnar.

Kl.17 var sendiherraboð á Alþingi.

Kl.19:30-20:30 tók ég þátt í tískusýningu GoRed í Kringlunni ásamt nokkrum þingmönnum og fleirum.

Miðvikudagur 13. febrúar

Kl.9:30 hitti ég bekkjarsystur mína úr MR vegna verkefnis sem hún er að vinna.

Kl.10:30 var heilsufarsmæling.

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.20 var fundur framsóknarmanna í Borgarnesi.

Þriðjudagur 12. febrúar

Kl.9:30 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.10:30 var sameiginlegur fundur allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Kl.13 skrapp ég á kynningu hjá Bogfimifélaginu.

Mánudagur 11. febrúar

Kl.13:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Kl.15:30 hittist undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sem er að fjalla um kynferðisbrotamál.

Kl.17 var sjósund.

Um kvöldið fór ég til Heiðar vinkonu.

Sunnudagur 10. febrúar

Kl.10-15 var flokksþing Framsóknarflokksins þar sem við samþykktum ályktanir.

Í lokin vorum við Birkir kvödd og þökkuð góð störf, en við gefum ekki kost á okkur til endurkjörs á Alþingi.

Laugardagur 9. febrúar

Kl.9-18 var flokksþing Framsóknarflokksins.

Fjöldi fólks sótti þingið og á því var mikill samhugur.

Á þinginu gafst mér færi á að taka til máls og þakka flokksmönnum gott samstarf í langan tíma.

Hér er umfjöllun mbl.is um ræðuna og hér dv.is.

Umfjöllun ruv.is einnig.

Um kvöldið var ég veislustjóri í flokksþingsveislunni.

Skemmtiatriðin voru öll heimatilbúin því kjördæmin, LFK og SUF tróðu upp með um 10 atriði.

Gestir skemmtu sér stórvel enda skemmtiatriðin sérlega vel heppnuð.

Fyrst byrjaði Frosti Sigurjónsson, oddviti okkar í Reykjavíkurkjördæmi norður, á því að standa á höndum, grafkyrr í lengri tíma.

Framsóknarflokkurinn hefur því eignast sinn eigin íþróttaálf.

 Síðan tóku við hvert atriðið á fætur öðru.

Í lokin stóð SUF fyrir ræðukeppni milli þriggja þingmanna og þriggja ungliða og var ræðuefnið -Skyndikynni-.

Þingmenn voru meðmæltir en ungliðar áttu að tala gegn.

Þingmenn unnu, aðallega vegna vasklegrar frammistöðu Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns, sem fór algerlega á kostum í pontunni.