Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 2.-8. febrúar 2013

Föstudagur 8. febrúar

Í dag hófst 32. flokksþing Framsóknarflokksins.

Flokksþingið var haldið í Gullhömrum að þessu sinni.

Fimmtudagur 7. febrúar

Kl.10-17 var frambjóðendaráðstefna framsóknarmanna þar sem 7 efstu á hverjum lista mættu til leiks.

Ég kenndi á námskeiðinu og gat miðlað af reynslu minni hvað varðar vinnu í kosningabaráttu.

Miðvikudagur 6. febrúar

Í dag vann ég verkefni með tveimur vinkonum mínum og fór yfir vinnugögn.

Þriðjudagur 5. febrúar

Kl.10 hittums við Jónína Rós Guðmundsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vegna vinnu við löggæsluáætlun.

Kl.15:20 fór ég til tannlæknis.

Kvöldið nýttist í göngutúr.

Mánudagur 4. febrúar

Dagurinn fór í lestur gagna.

Um kvöldið lá leiðin á fund framsóknarmanna á Hvammstanga vegna undirbúnings flokksþings.

Sunnudagur 3. febrúar

Dagurinn fór í tiltektir og lestur gagna.

Laugardagur 2. febrúar

Kl.10 átti að vera söguganga framsóknarmanna í Hafnarfirði, en henni var frestað sökum veðurs.

Við vorum nokkur sem gengum eigi að síður og skemmtum okkur hið besta við að skoða hús á Strandgötunni.

Kl.11:30 skrapp ég í morgunkaffi framsóknarmanna í aðstöðu flokksins á Digranesvegi 12 í Kópavogi.