Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 26.jan.-1.feb.2013

Föstudagur 1. febrúar

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 31. janúar

Kl.8:45 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.18:30 hittist framboðslisti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi í súpu í aðstöðu framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Kl.20 hófst aukakjördæmisþing á sama stað þar sem við samþykktum framboðslistann endanlega.

Miðvikudagur 30. janúar

Dagurinn fór að mestu í að sinna flokksstarfi.

Þriðjudagur 29. janúar

Kl.8 hófst fundur í  flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði í Hörpunni þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, útskýrði niðurstöðuna í icesavedómnum.

Kl.10 var fundur vegna vinnu við löggæsluáætlun.

Kl.13:30-17:15 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.19 var hátíðarkvöldverður með norrænu þingmönnunum í Norðurljósasalnum í Hörpunni.

Mánudagur 28. janúar

Kl.11 var þingflokksfundur vegna niðurstöðu EFTA dómstólsins í icesavemálinu, en dómurinn féll Íslandi í hag.

Þar með er langri og strangri sögu lokið og öllum létt.

Kl.14 var aftur þingflokksfundur um icesavedóminn og nú með hluta lögfræðingateymisins sem vann málið fyrir Íslands hönd.

Kl.15 hófst þingfundur þar sem dómurinn var ræddur.

Kl.16:00-17:15 var fundur í stjórn flokkshóps miðjumanna í Norðurlandaráði í Hörpunni.

Kl.17:30-19:00 var fundur í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði á sama stað.

Sunnudagur 27. janúar

Dagurinn fór m. a. í að lesa gögn fyrir komandi vinnuviku.

Laugardagur 26. janúar

Kl.10:30 vorum við Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gestir á fundi framsóknarmanna á Akureyri.

Þar ræddum við komandi flokksþing, stjórnmálastöðuna og fleira.