Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 19.-25. janúar 2013

Föstudagur 25. janúar

Kl.11 er fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.12 er þorrablót Rótarýklúbbs Seltjarnarness í Albertsbúð í Gróttu.

Seinni partinn hélt ég fyrirlestur fyrir bindindishreyfingar á Norðurlöndunum um nýja samþykkt Norðurlandaráðs um hvernig beri að stemma stigu við áfengisneyslu og tóbaksreykingum á Norðurlöndunum.

Síðan lá leiðin norður.

Fimmtudagur 24. janúar

Kl.8:30 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.16 fór ég í klippingu til Lilju í HárTEAM.

Kl.20 var fundur á Selfossi um komandi flokksþing.

Í dag átti Húnbogi, eldri sonurinn, afmæli.

Miðvikudagur 23. janúar

Í dag birtist minningargrein mín um Ástu Sveinbjarnardóttur í Morgunblaðinu.

Kl.13 fór útför hennar fram frá Neskirkju.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Þriðjudagur 22. janúar

Kl.10:30-12:30 tók ég viðtal á Alþingi.

Kl.13.30 hófst fundur á Alþingi, en þar tók ég til máls um svokallaðar öryggisráðstafanir sem hægt er að dæma brotamenn í.

Mánudagur 21. janúar

Kl.10 var fundur á flokksskrifstofunni þar sem farið var yfir störf þingmanna okkar.

Í hádeginu skrifaði ég minningargrein.

Kl.13 fór þingflokkur framsóknarmanna í heimsókn í Sjávarklasann á Grandagarði.

Sjávarklasinn er merkilegt og skemmtilegt framtak sem mun örugglega skila árangri í þróun sjávarafurða.

Eftir heimsóknina funduðum við á Hverfisgötunni til kl.17.

Um kvöldið hitti ég vinkonur mínar.

Sunnudagur 20. janúar

Dagurinn fór í að hjálpa Húna og Elínu Björku í nýju íbúðinni þeirra.

Laugardagur 19. janúar

Kl.11 fórum við Heiður í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 2,7 gráður.

Kl.12-16 vorum við 3 vinkonur saman að fara yfir ýmis mál.