Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 12.-18. janúar 2013

Föstudagur 18. janúar

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13 stýrði ég fundi í stjórn Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.17 var hátíðardagskrá í heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi í tilefni þess að opnuð var ný heimasíða heilsuleikaskóla til minningar um Unni Stefánsdóttur sem var brautryðjandi í að byggja upp starf heilsuleikskóla á Íslandi.

Heimasíðan er hér www.heilsuleikskoli.is .

Fimmtudagur 17. janúar

Kl.9 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Á fundinum ákvað meirihluti nefndarinnar að taka stjórnarskrármálið úr nefndinni með atkvæðagreiðslu.

Ég bókað af því tilefni eins og sjá má hér og einnig hér.

Hér er umsögnin í heild.

Eftir hádegi hélt ég ræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi.

Kl.18 eldaði ég hakk og hrísgrjón fyrir Hákon.

Kl.20 var opinn fundur framsóknarmanna um verðtrygginguna á Akranesi.

Dagana 12.-16. jan.

Var erlendis þessa daga.

Þann 14. janúar var heimasíðan mín 11 ára.

Á þessum síðustu 11 árum hef ég fyllt inn í dagbók á heimasíðunni og myndkreytt hana.

Nú eru yfir 20.000 myndir á síðunni.

Hér er mynd nr. 20.000.