Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 22.-28. desember 2012

Föstudagur 28. desember

Kl.12 stýrði ég fundi hjá Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Arnaldur Arnarsson, gítarleikari frá Barcelóna, kom og sagði frá tónlistarskóla sínum og spilaði lög.

Einnig kynnti Gunnar Þór Bjarnason nýútkomna bók sína, -Upp með fánann-.

Fimmtudagur 27. desember

Kl.19 var jólaboð hjá Heiði og Konna.

Miðvikudagur 26. desember

Um  morguninn komu Sigrún og dætur hennar í jólakaffi til mömmu.

Kl.16 var jólaboð hjá mömmu þar sem við systkinin og fjölskyldur hittumst.

Þriðjudagur 25. desember

Kl.15 var jólaboð fyrir fjölskylduna.

Mánudagur 24. desember

Kl.18 var sest að borðum.

Í jólamatinn var hnetusteik og hamborgarhryggur.

Sunnudagur 23. desember

Dagurinn nýttist í tiltektir og jólaundirbúning.

Laugardagur 22. desember

Kl.11 hittumst við vinkonurnar, Anna Hrönn og Hróðný hjá Heiði í brunsh.

Síðan lagði ég mig um miðjan daginn til að ná þeim svefni sem tapaðist í atkvæðagreiðslunum í nótt á Alþingi.

Um kvöldið nýttist tíminn í að versla inn fyrir jólin.