Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 15.-21. desember 2012

Föstudagur 21. desember

Kl.10 hófust atkvæðagreiðslur á Alþingi.

Kl.12 stýrði ég jólafundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Fundurinn var hátíðlegur og skemmtilegur,en tæplega 100 manns sóttu hann.

Um kvöldið skrapp ég í útskriftarveislu og svo í atkvæðagreiðslur í Alþingi.

Atkvæðagreiðslur stóðu til klukkan rúmlega þrjú um nóttina.

Var lögst til svefns um kl.3:30.

Atkvæðagreiðslurnar voru sögulegar því ríkisstjórnin varð þrisvar undir  ásamt því að forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, stóð yfir Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, og lét hann breyta atkvæði sínu.

Fimmtudagur 20. desember

Kl.9:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Síðan hófust atkvæðagreiðslur á Alþingi vegna fjárlaganna.

Miðvikudagur 19. desember

Kl.9:30 var fundur í innanríkisráðuneytinu vegna vinnslu löggæsluáætlunar.

Kl.11 hófust atkvæðagreiðslur á Alþingi.

Kl.13 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.18 var jólaboð Siggu, frænku og Golla.

Þriðjudagur 18. desember

Kl.9 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi.

Kl.11 var undirbúningsfundur vegna vinnslu löggæsluáætlunar.

Um kvöldið var fjölskylduboð.

Mánudagur 17. desember

Kl.11 var ég í viðtali vegna ritgerðar nema í Listaháskóla Íslands.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Kl.20:30 var fundur framsóknarmanna á Flúðum þar sem frambjóðendur í Suðurkjördæmi kynntu sig.

Sunnudagur 16. desember

Um miðjan daginn lá leiðin suður.

Laugardagur 15. desember

Dagurinn nýttist á Siglufirði.