Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 8.-14. desember 2012

Föstudagur 14. desember

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 stýrði ég fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Kl.13 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Um kvöldið lá leiðin í jólahlaðborð framsóknarmanna í Skagafirði þar sem ég hélt ræðu.

Fimmtudagur 13. desember

Kl.9:20 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Miðvikudagur 12. desember

Kl.10 var fyrsti fundur nefndar um nýja löggæsluáætlun.

Kl.15 hófst fúndur á Alþingi.

kl.20 hittist þingflokkur framsóknarmanna í jólamat á Hótel Marína.

Í kvöld var sýndur skemmtilegur þáttur í norska sjónvarpinu (NRK), teenage-boss, þar sem Rebekka Juhlin Winther, frænka mín, var aðalhetjan.

Hún er dótturdóttir Karin, systur mömmu.

Þriðjudagur 11. desember

Kl.13:20 var flug heim.

Kl.17 fór ég í klippingu til Lilju í TEAM.

Mánudagur 10. desember

Var erlendis.

Sunnudagur 9. desember

Kl.7:35 var flug til Glasgow.

Laugardagur 8. desember

Kl.10:00-15:30 var haldið tvöfalt kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi í hátíðarsal Flensborgarskóla í Hafnarfirði.

Þar var valið í efstu sæti framboðslista okkar til komandi alþingiskosninga í vor.

Hér eru fimm efstu sætin sem valið var í.