Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 1.-7. desember 2012

Föstudagur 7. desember

Kl.11 var fundur stjórnar og skemmtinefndar Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Kl.12-13 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.15:00-17:30 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Fimmtudagur 6. desember

Kl.10:30 hófst atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu fjárlaga.

Atkvæðaagreiðslan tók um fjórar klukkustundir.

Miðvikudagur 5. desember

Kl.7:20 var ég í Bylgjunni í bítið ásamt Kristni Tómassyni, geðlækni, þar sem við kynntum fundinn sem sjóðurinn Þú getur! stendur að í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og fjallar um kvíða.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Kl.20 var fræðslufundur um kvíða í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Fundurinn var vel sóttur og hinn fróðlegasti.

Þriðjudagur 4. desember

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.12 fór ég í viðtal vegna búsáhaldarbyltingarinnar.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.20 var skemmtilegt afmælishóf í Borgarnesi í tilefni þess að svannasveitin Fjólur voru 50 ára í dag.

Mánudagur 3. desember

Kl.8 var ég í Bylgjunni í bítið að ræða um virðingu Alþingis í tilefni þess að tveir þingmenn, þeir Björn Valur Gíslason og Lúðvík Geirsson, gengu með mótmælaspjöld fyrir framan pontu þingsins sem á stóð -Málþóf-.

Gjörningur þessi var þingmönnunum ekki til miklils sóma, og hafa þeir beðist velvirðingar á honum í pontu Alþingis.

Í þessu sambandi vil ég þó benda á mál sem ég er fyrsti flutningsmaður að og fjallar einmitt um að brýnt sé að breyta þingsköpum þannig að málþóf heyri sögunni til.

Málþóf þekkist hvergi í nágrannaríkjum okkar og óvíða í heiminum öllum.

Tel ég að umræðuhefð þingsins og afköst þess muni batna mjög mikið verði fyrrgreint mál samþykkt.

Kl.13 hófst þingflokksfundur á Alþingi.

Sunnudagur 2. desember

Í dag lá leiðin suður aftur.

Laugardagur 1. desember

Kl.11 hófst tvöfalt kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðaustur-kjördæmi í íþróttahúsinu á Mývanti.

Þar var fjöldi manns samankominn til að raða upp efstu sætum framboðslista okkar fyrir komandi kosningar.

Mikil stemmning var meðal þingfulltrúa, enda verkefnið spennandi.