Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 24.-30. nóvember 2012

Föstudagur 30. nóvember

Kl.9 hófst stjórnarfundur í Norræna menningarsjóðnum.

Um miðjan daginn var flug heim.

Fimmtudagur 29. nóvember

Kl.10 -17 var stjórnarfundur í Norræna menningarsjóðnum.

Miðvikudagur 28. nóvember

Kl.8 var flug til Köben.

Þriðjudagur 27. nóvember

Kl.9 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.11:30 kynnti ég starf þingmanna fyrir nemendum úr framhaldsskólanum í Borgarbyggð, en þau komu í heimsókn á Alþingi.

Kl.15:15 hófst fundur í velferðarnefnd.

Mánudagur 26. nóvember

Kl.10:30 hófst fundur í efnahags- og viðskiptanefnd.

Kl.11:30 tók ég viðtal.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15:15 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Kl.17 var sjósund, en í dag var hiti sjávar 0,8 stig.

Kl.20 var fundur Slóðavina á Hótel Natura um akstursleiðir á hálendinu og víðar.

Sunnudagur 25. nóvember

Dagurinn nýttist m. a. í að vinna í gögnum fyrir Norræna menningarsjóðinn.

Laugardagur 24. nóvember

Kl.10 var ég með líffæraþegum og fulltrúum SÍBS í Kringlunni að afhenda bæklinga Landlæknisembættisins um líffæragjafir og líffærakort.

Vek ég athygli á því að önnur þessara mynda, sú seinni, er mynd nr. 20.000 sem ég hef sett inn á netið í dagbók mína.

Um miðjan daginn sótti ég tvöfalt kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjrödæmi í Hrútafirði.

Um kvöldið lá leiðin til Ingunnar systur í mat.