Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 17.-23. nóvember 2012

Föstudagur 23. nóvember

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem við kusum til nýrrar stjórnar sem tekur við í sumar.

Fimmtudagur 22. nóvember

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 var rótarýfundur á Hótel Sögu.

Kl.20 var félagsfundur framsóknarmanna í Kópavogi.

Miðvikudagur 21. nóvember

Kl.13 var þingflokksfundur.

Kl.14 lá leiðin á árfund Landsvirkjunar á Nordica hótelinu.

Kl.15:30  tók ég þátt í umræðum um íslenskt mál á Alþingi.

í dag var dreift á Alþingi frumvarpi mínu um breytingar á lögum um dómstóla þ. a. myndatökur í og við dómshús verði ekki leyfðar.

Þriðjudagur 20. nóvember

Kl.11 tók ég viðtal á Alþingi um lýðheilsumál.

Kl.13.30 hófst fundur á Alþingi.

kl.17:10 var ég í viðtali á Bylgjunni um líffæragjafir og um rétt barna til að vita uppruna sinn.

Mánudagur 19. nóvember

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15 hófst þingfundur.

Kl.17 var sjósund, en í dag var hitastig sjávar 1,1 gráða.

Kl.20 var félagsfundur framsóknarmanna á Seltjarnarnesi.

Sunnudagur 18. nóvember

Kl.10-12 var miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins.

Síðan lá leiðin suður, en mikill snjór var fyrri hluta leiðarinnar.

Um kvöldið sá ég í fréttum að snjóflóð, sem betur fer skaðlaus, höfðu fallið á Sauðárkróki, þ. a. að rýma þurfti nokkur hús.

Laugardagur 17. nóvember

Kl.11-18 var miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins haldinn á hótel Mælifelli á Sauðárkróki.

Um kvöldið var stórskemmtileg héraðshátíð framsóknarmanna haldinn á sama stað.