Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 10.-16. nóvember 2012

Föstudagur 16. nóvember

Í dag lá leiðin á Sauðárkrók, en þar er miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins um helgina.

Fimmtudagur 15. nóvember

Kl.9 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur þar sem ég tók þátt í sérstakri umræðu um skipulagða glæpastarfsemi og stöðu lögreglunnar.

Kl.12 lá leiðin á rótarýfund á Hótel Sögu.

Miðvikudagur 14. nóvember

Kl.11 komu þrjár ungar konur, þær Esther, Eline og Johanna, á Alþingi að taka viðtal við mig um ESB vegna lokaverkefnis þeirra í alþjóðastjórnmálum.

Bauð ég þeim í mat í mötuneytinu að því loknu.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Seinni partinn lá leiðin á Skyfall, nýju James Bond myndina.

Þriðjudagur 13. nóvember

Kl.9 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd á Alþingi.

Kl.13:30 hófst þingfundur.

Mánudagur 12. nóvember

Kl.15 var gerð útför Jóhanns Einvarðssonar, fyrrum alþingismanns Framsóknarflokksins, frá Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Að athöfn lokinni var erfidrykkja í Oddfellowhúsinu.

Kl.17 lá leiðin í sjósund.

Sunnudagur 11. nóvember

Um kvöldið lá leiðin í Borgarleikhúsið að sjá Gullregn.

Gott verk sem hiklaust má mæla með.

Laugardagur 10. nóvember

Kl.6:30 var flug til Köben og þaðan heim.