Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 3.-9. nóvember 2012

Föstudagur 9. nóvember

Um morguninn fór sendinefnd Norðurlandaráðs að heimsækja mannréttindaháskólann í Vilníus, en hann er landflótta frá Belarus.

Kl.11:15 var þing Eystrasaltsráðsins sett.

Tók ég til máls í ráðinu og sagði frá tillögum Norðurlandaráðs um nýja áfengis- og tóbaksstefnu á Norðurlöndunum.

Um kvöldið var hátíðardagskrá Eystrasaltsráðsins.

Fimmtudagur 8. nóvember

Í dag var málþing sendinefndar Norðurlandaráðs með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna í Belarus, Hvíta- Rússlandi.

Málþingið var haldið í Vilníus í Litháen.

Um kvöldið var athöfn þar sem Eystrasaltsráðið verðlaunaði nokkra einstaklinga, þ. á. m. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra Íslands, fyrir framlag Íslands í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna.

Miðvikudagur 7. nóvember

Kl.14:15 var flug til Köben og þaðan til Vilníus.

Þriðjudagur 6. nóvember

Kl.9 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.13:30 hófst þingfundur á Alþingi.

Kl.16:30 var stjórnarfundur í Þú getur!

Mánudagur 5. nóvember

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi þar sem ég var með fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, um áfengisauglýsingar á Rúv.

Kl.17:30 fór ég í símaviðtal við Bylgjuna um sama mál.

Kl.18 var ég í sjósundi.

í dag var dreift þingsályktun okkar framsóknarmanna sem ég er fyrsti flutningsmaður að og fjallar um rétt barna til að vita um uppruna sinn.

Sunnudagur 4. nóvember

Kl.17 var afmælisveisla hjá Simma, en hann er nú orðinn 15 ára.

Laugardagur 3. nóvember

Kl.10-16 var kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi haldið í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Góð mæting var á þingið enda alþingiskosningar næsta vor.

Samþykkt var að halda tvöfalt kjördæmisþing þann 8. desember n. k. þar sem raðað verður í eftstu sæti framboðslistans.

Um kvöldið borðuðum við mamma, Hákon, Simmi, Lena María og Emil Örn, saman thaimat.