Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 27.okt.-2. nóv. 2012

Föstudagur 2. nóvember

Kl.12 stýrði ég fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness, en að þessu sinni heimsótti klúbburinn Slysavarnarskóla sjómanna í Sæbjörgu við Austurbakkann í Reykjavíkurhöfn.

Veðrið var hrikalegt, enda búið að loka Sæbrautinni.

Okkur tókst samt að halda fínan fund í Sæbjörginni.

Um kvöldið hitti ég félaga mína sem útskrifuðust með mér í leiðsögumannanáminu í Endurmenntun Háskóla Íslands.

Einnig undirbjó ég mig fyrir kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi, en það er haldið í íþróttahúsinu á Álftanesi á morgun kl.10-16.

Fimmtudagur 1. nóvember

Kl.10:30 fór ég í viðtal.

Um hádegisbil flutti ég framsögu fyrir hönd velferðarnefndar Norðurlandaráðs á Norðurlandaráðsþinginu í finnska þinginu.

Mælti ég fyrir áfengis- og tóbaksvarnartillögunum, en þær eru 12 talsins.

Síðan voru greidd atkvæði um tillögurnar.

Níu voru samþykktar samhljóða, en þrjár með um 75% stuðningi.

Þetta voru einu tillögurnar sem greidd voru atkvæði um á Norðurlandaráðsþinginu að þessu sinni.

Aðrar voru samþykktar samhljóða.

Er ég nokkuð stolt af þessu því þetta þýðir að við gengum eins langt í tillögugerðinni og óhætt var.

Kl.17:30 var flug til Köben og kl.20:20 til Keflavíkur.

Þar með lauk ég þingmannsþátttöku minni á síðasta Norðurlandaráðsþinginu.

Hef ég sótt fjölmörg Norðurlandaráðsþing og hef sannfærst æ meir um mikilvægi norræns samstarfs, ekki bara fyrir Ísland heldur einnig fyrir öll hin Norðurlöndin.

Miðvikudagur 31. október

Kl.8 fundaði Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.11:30 var fyrirspurnatími á þingi Norðurlandaráðs þar sem ég spurði danska samstarfsráðherrann um tvö mál, annarsvegar um barnabætur og hinsvegar um klámvæðinguna á netinu.

Rétt eftir hádegi fór ég í viðtal við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fyrir rúv-útvarp um áfengis- og tóbaksvarnarstefnu Norðurlandanna.

Kl.19 voru verðlaun Norðurlandaráðs veitt og veisla finnsku ríkisstjórnarinnar í kjölfarið.

Þriðjudagur 30. október

Kl.10 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Í hádeginu var boð finska forsetans í forsetahöllinni.

Kl.14:30 var þing Norðurlandaráðs sett.

Kl.18 var móttaka í íslenska sendiráðinu.

Kl.19:30 var hátíðarkvöldverður flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Mánudagur 29. október

Kl.10 hófst stjórnarfundur í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði.

Komst í hádeginu að hitta fulltrúa frá Evróuþinginu.

Kl.13 hófst fundur flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.16:30 hófst ráðstefna þar sem Johan Strang kynnti bók sína, Norræn samfélög, sem fjallar um hvernig styrkja má norræna samstarfið.

Helgin fór í að undirbúa Norðurlandaráðsþingið og skoða Helsinki.

Komst meira að segja í poppmessu í steinkirkjunni frægu og gat fylgst með kosningasjónvarpinu.