Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 20.-26. október 2012

Föstudagur 26.október

Í dag lá leiðin til Helsinki til að taka þátt í Norðurlandaráði.

Fimmtudagur 25. október

Kl.8:30 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 lá leiðin upp á flokksskrifstofu.

Seinni partinn tók ég þátt í umræðum um frumvarp sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er að flytja.

Kl.17:25 var ég í beinu símaviðtali á Bylgjunni um fánamálið sem ég flutti í gær á Alþingi.

Miðvikudagur 24. október

Kl.7:30 vorum við Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, í beinni útsendingu á Rás 2 í Rúv að ræða ætlað samþykki við líffæragjafir.

Kl.12 var tími til að fara í klippingu til Lilju í HárTEAM.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Seinni partinn flutti ég framsöguræðu með frumvarpi sem ég er fyrsti flutningsmaður að og fjallar um þjóðfánann.

Í málinu er gert ráð fyrir að fáni megi vera uppi einnig á nóttunni yfir bjartasta sumartímann frá 15. maí til 15. ágúst.

Einnig að setja megi fánann á íslenskar vörur í markaðsskyni.

Þar að auki boðaði ég breytingartillögu um að hafa megi fánann uppi allan sólarhringinn, líka í myrkri, sé hann upplýstur.

Þriðjudagur 23. október

Kl.9:30 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.20:30 var fundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar.

Mánudagur 22. október

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi þar sem m. a. fulltrúar Landssambands eldri borgara kynntu áherslumál sín.

Kl.14:50 hófst kennslustund í lýðheilsuvísindum í HÍ þar sem ég kynnti þau mál sem ég hef flutt nýlega og fjalla um lýðheilsu- og neytendamál.

Einnig fór ég yfir hvernig nemendur geta haft áhrif til góðs í málaflokknum s. s. með því að hafa áhrif á þingmenn og þeirra málfluttning.

Kl.17 var tími til að fara í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 4,8 gráður.

18. október- 21. október

Var um helgina í Malmö að halda erindi á vegum velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Erindið fjallaði um tillögur nefndarinnar sem á að leggja fyrir komandi Norðurlandaráðsþingið í Helsinki og fjallar um stefnu í áfengis- og tóbaksmálum á Norðurlöndunum.