Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 13.-19. október 2012

18. október-21.október

Var í Malmö um helgina til að taka þátt í ráðstefnu og halda erindi fyrir hönd velferðanefndar Norðurlandaráðs.

Erindið fjallaði um tillögur nefndarinnar sem á að leggja fyrir komandi Norðurlandaráðsþingið í Helsinki og fjallar um stefnu í áfengis- og tóbaksmálum á Norðurlöndunum.

Miðvikudagur 17. október

Kl.10 funduðum við Skúli Helgason, alþingismaður, með Gail Dines, prófessor við Wheelock College í Boston, en hún hélt fyrirlestur í gær á ráðstefnu um klámiðnaðinn.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Um kvöldið komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat. 

Þriðjudagur 16. október

Kl.8:45 var lagt af stað í heimsókn allsherjar- og menntamálnefndar Alþingis í fangelsið á Litla Hrauni.

Skoðuðum við fangelsið í fylgd Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns Litla Hrauns og Páls Winkel, fangelsismálastjóra og fylgdarliðs þeirra.

Um kvöldið var aðalfundur Kvenfélagsins Seltjarnarnar á Seltjarnarnesi.

Mánudagur 15. október

Kl.11 tók ég viðtal á Alþingi.

Kl.13 fór ég í upptöku á útvarpsviðtali hjá Speglinum í Rúv um kynferðisbrotamál.

Kl.13:15 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15-18 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Sunnudagur 14. október

Kl.17:30 lá leiðin í bíó Paradís á skemmtilega og áhugaverða mynd frá Íran.

Laugardagur 13. október

Kl.11 lá leiðin norður að Reykjaskóla í Hrútafirði til að taka þátt í kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvestur-kjördæmi.

Kl.18 hittumst við æskuvinkonurnar heima hjá Hróðný að borða fiskisúpu og hafa það huggulegt.