Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 6.-12. október 2012

Föstudagur 12. október

Kl.11 var fundur í stjórn Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hélt ávarp.

Kl.17 var sjósund í fallega veðrinu.

Kl.20 lá leiðin í Borgarleikhúsið að sjá leikritið Rautt.

Fimmtudagur 11. október

Kl.8:15 var fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þar sem við fjölluðum um kynferðisbrotamál.

Kl.14 hitti ég danskan blaðamann vegna mænuskaðamála.

Kl.17 tók ég á móti félagi guðfræðinema í HÍ ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, aþingismanni, í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins.

Kl.20 var fundur Framsóknarfélags Seltjarnarness haldinn.

Miðvikudagur 10. október

Kl.11:30 fór þingflokkur framsóknarmanna í heimsókn í fyrirtækið Carbon Recycling International í Svartsengi.

Síðan lá leiðin á Alþingi þar sem ég tók þátt í umræðum um Ríkisútvarpið.

Kl.18 var ég í Gamla bíói að aðstoða við styrkveitingar fyrir hönd sjóðsins Þú getur!

Styrkirnir fara aðallega til einstaklinga með geðraskanir og nýtast þeim til náms.

Kl.20:30 var aðalfundur framsóknarmanna í Borgarfirði haldinn í Hyrnunni.

Þriðjudagur 9. október

Kl.9 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kl.11 fór nefndin í heimsókn í Háskóla Íslands, þar sem Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, tók á móti okkur ásamt fylgdarliði sínu.

Kl.13:30 hófst þingfundur.

Kl.14 tók ég viðtal á Alþingi.

Kl.15 fór ég í útvarpsupptöku hjá Arnari Páli Haukssyni, fréttamanni Spegilsins á Rúv, um málefni Náttúruminjasafns Íslands.

Hér er linkur á viðtalið.

Um kvöldið skruppum við Húni í heimsókn til Erlu og Húnboga í Hveragerði.

Mánudagur 8. október

Kl.13:30 var þingflokksfundur.

Kl.15 hófst þingfundur og var m. a. tekin fyrir fyrirspurn mín til menntamálaráðherra um málefni Náttúruminjasafns Íslands.

Kl.18 var tími fyrir sjósund.

Sunnudagur 7. október

Um miðjan daginn nýttist tíminn í fjölskylduheimsókn.

Laugardagur 6. október

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna á Digranesvegi í Kópavogi.

Um kvöldið lá leiðin í Borgarleikhúsið að sjá verkið Á sama tíma að ári.