Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 29. sept.-5. okt. 2012

Föstudagur 5. október

Kl.10:30 sýndi ég 40 nemum úr 6. bekk í MR Alþingi.

Í hópnum var yngri sonurinn, Hákon, og bekkjarfélagar hans.

Kl.12 stýrði ég fundi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Frosti Sigurjónsson var ræðumaður dagsins.

Kl.17 tók ég á móti nemum úr félagsfræði í HÍ og kynnti þeim Framsóknarflokkinn ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, alþingismanni.

Fimmtudagur 4. október

Kl.10:30 var ég viðstödd athöfn á Alþingi þar sem stjórn Kvenfélagasambands Íslands afhenti Ragnheiði Ríkharðsdóttur, varaforseta Alþingis, bón um hækkaðan styrk til sambandsins.

Kl.17 var stjórnarfundur í stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi.

Um kvöldi komu strákarnir og Elín Björk í mat.

Miðvikudagur 3. október

Kl.14:45 fór ég í viðtal á Bylgjunni um málþingið sem haldið er í kvöld um líffæragjafir í Borgarnesi.

Viðtalið var tekið upp í matsal Alþingis.

Kl.17 vatr stjórnarfundur í Þú getur! sjóðnum.

Síðan lá leiðin upp í Borgarnes þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum málþings Rótarýklúbbs Borgarness um líffæragjafir.

Þingið var afar áhugavert og mun fjölsóttara en við bjuggumst við og mættu um 115 manns á það.

Þriðjudagur 2. október

Kl.7:30 vorum við Magnús Þorgrímsson, forseti Rótarýklúbbs Borgarness og Kjartan Birgisson, hjartaþegi, í morgunútvarpinu á Rás 1 á Rúv að ræða um málþing sem Rótarýklúbbur Borgarness heldur annað kvöld um líffæragjafir.

Vonumst við til að sem flestir mæti á þingið, en það hefst kl.19:30 í framhaldsskólanum í Borganesi og stendur til kl.22.

Þingið er haldið í tilefni af 60 ára afmæli Rótarýklúbbs Borgarness.

Kl.14 mætti ég á flokksskrifstofuna til að fara í upptöku Hraðfrétta á Rúv-sjónvarpi.

Mánudagur 1. október

Fór snemma á flokksskrifstofuna vegna ýmissa erinda þar.

Seinni partinn lá leiðin á opinn fund framsóknarmanna í Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga, em við Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður, vorum gestir fundarins.

Fundurinn hófst kl.20:30, en eftir hann lá leiðin suður aftur.

Sunnudagur 30. september

Í dag lá leiðin suður aftur.

Laugardagur 29. september

Kl.10:30 var ég gestur á opnum morgunkaffifundi framsóknarmanna á Akureyri.

Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, ávarpaði einnig fundinn.

Góð mæting var og fjörugar umræður.