Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 22.-28. september 2012

Föstudagur 28. september

Kl.11:30 var stjórnarfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness ásamt umdæmisstjóra, Kristjáni Haraldssyni.

Kl.12 stýrði ég fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness, en Kristján var gestur fundarins.

Seinni partinn lá leiðin norður á Siglufjörð.

Fimmtudagur 27. september

Kl.8:30 stýrði ég fundi valnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.9 hófst fundur velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.20:10 var flug til Arlanda og kl.22:20 áfram til Keflavíkur.

Miðvikudagur 26. september

Kl.9 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.10-12 stýrði ég fundi stjórnar flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.13-15 stýrði ég fundi flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.16:00-17:30 stýrði ég velferðarnefnd Norðurlandaráðs.

Kl.18:00-20:30 tók ég þátt í pallborðsumræðum í Gautaborgarháskóla um velferðarkerfi Norðurlandanna.

Kl.21 fór ég í hátíðarkvöldverð sænsku landsdeildarinnar í Norðurlandaráði.

Þriðjudagur 25. september

Kl.7:45 var flug til Köben og svo Gautaborgar, en þar eru haustfundir nefnda Norðurlandaráðs.

Kl.19:30 hitti ég hluta af stjórn flokkshóps miðjumanna í Norðurlandaráði ásamt framkvæmdastjóra hópsins til að fara yfir fundi næstu daga.

Mánudagur 24. september

Í dag gaf ég út yfirlýsingu um að ég gefi ekki kost á mér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum.

Yfirlýsinguna má lesa  hér.

Fyrir þá sem vinnu munu fréttir í tengslum við yfirlýsinguna get ég bent á efni hér: Líf og starf.

Einnig má finna þau mál sem ég hef unnið að á síðustu árum á vef Alþingis www.althingi.is.

Frétt ruv um yfirlýsinguna.

Frétt af dv.is og visir.is og af mbl.is.

Frétt af pressan.is.

Kl.12:45 fór ég í sjónvarpsviðtal við netmoggann.

Kl.14 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Kl.15:30 tók ég þátt í utandagskrárumræðum um Landsspítalann á Alþingi og fór svo í fréttaviðtal við Stöð 2.

Kl.17 var tími fyrir viðtal á Rás 2 í Rúv um yfirlýsingu mína(farið með bendilinn á 63,45, þar byrjar viðtalið í dægurmálaútvarpinu).

Linda Blöndal og Guðfinnur Sigurvinsson tóku viðtalið.

Kl.18 fór ég í sjósund, en sjávarhiti var um 8 gráður í dag.

Sunnudagur 23. september

Í síðustu viku var tími til að fara í útivist á Reykjanesskagann.

Slík útivist er gulls ígildi fyrir alla þá sem sitja á löngum fundum, en þessi vinnuhelgi fór að talsverðu leyti í fundasetur.

Kl.12 var fundur Landsstjórnar og þingflokks framsóknarmanna með nokkrum sveitastjórnarmönnum í Skagafirði.

Síðan heimsóttum við Kaupfélag Skagfirðinga áður en leiðin lá heim.

Laugardagur 22. september

Kl.9 hófst fundur Landsstjórnar og þingflokks framsóknarmanna í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki.

Á fundinum tilkynnti m. a. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, að hann myndi ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.

Um miðjan daginn lá leiðin norður á Siglufjörð í jarðaför Margrétar Maríu Jónsdóttur.

Um kvöldið var kvöldverðarhóf Landsstjórnar og þingflokks framsóknarmanna með trúnaðarmönnum flokksins í Skagafirði.