Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 15.-21. september 2012

Föstudagur 21. september

Kl.12 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Seinni partinn lá leiðin norður á Sauðárkrók á fund Landsstjórnar og þingflokks framsóknarmanna.

Fimmtudagur 20. september

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi á óundirbúnum fyrirspurnum.

Spurði ég forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, út í afstöðu hennar til breytinga á þingsköpum þannig að umræðutími mála verði ávallt áætlaður fyrirfram.

Kl.12 var áhugaverður fyrirlestur í Norræna húsinu um evrópskar öfgahreyfingar.

Kl.20 var kvennakvöld í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins.

Miðvikudagur 19. september

Kl.12 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, kynnti þingmál sem hún mun flytja í vetur.

Kl.14 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Um kvöldið nýttist tíminn í góða göngu.

Þriðjudagur 18. september

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Mánudagur 17. september

Morguninn nýttist í tölvuvinnu.

Kl.13 hófst þingflokksfundur á heimsókn til Samtaka ferðaþjónustunnar.

Síðan hélt fundurinn áfram á flokksskrifstofunni.

Kvöldið nýttist í að taka upp kartöflur.

Sunnudagur 16. september

Um miðja daginn var flug til Reykjavíkur.

Laugardagur 15. september

Kl.9-16  var umdæmisþing rótarýklúbbanna í Edinborgarhúsinu.

Þingið var afar áhugavert en þema þess var hafið.

Kl.19 hófst hátíðarkvöldverður í frímúrarasalnum í Hafnarhúsinu.