Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 1.-7. september

Föstudagur 7. september

Kl.12 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem Benedikt Hjartarson fræddi okkur um sjósund.

Fimmtudagur 6. september

Kl.9:30 fór ég í klippingu til Lilju í TEAM.

Kl.12 lá leiðin á rótarýfund á Hótel Sögu.

Um kvöldið fór Hákon í busapartý.

Miðvikudagur 5. september

Var á skrifstofunni um morguninn.

Kl.12 hófst fundur fánahópsins svokallaða, en í honum er áhugafólk um aukna notkun þjóðfánans.

Við Lúðvík Geirsson, alþingismaður, erum að vinna með hópnum að frumvarpssmíð og vinnslu þingsályktunar um aukna notkun fánans.

Þriðjudagur 4. september

Kl.13 hófst fundur allsherjar- og menntamálanefndar.

Þar ræddum við m. a. stöðu náttúruminjasafns Íslands.

Mánudagur 3. september

Kl.17 skrapp ég í Nauthólsvík.

Þar fórum m. a. Ingunn systir, Simmi og Emil Örn í sjósund.

Hitastig sjávar var 11,3 gráður.

Um kvöldið hreinsaði ég villisveppi heima hjá Húna og Elínu.

1.-2. september var ég erlendis