Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 18.-24. ágúst 2012

Föstudagur 24. ágúst

Um morguninn fórum við Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason, í vinnustaðaheimsóknir á Drangsnes.

Heimsóttum við Bassastaði,  síðan frystihúsið og hresst fólk sem var að beita.

Kl.12 héldum við síðan opinn fund á Café Riis.

Seinni partinn lá leiðin suður aftur. 

Fimmtudagur 23. ágúst

Um miðjan daginn ók ég vestur á Ísafjörð þar sem við Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason, héldum opinn fund með Ísfirðingum.

Um kvöldið fórum við til Hólmavíkur.

Miðvikudagur 22. ágúst

Vann í rótarýgögnum um daginn.

Kl.20-22 var opinn fundur framsóknarmanna á Akranesi.

Fín mæting var á fundinum og góð stemmning.

Þriðjudagur 21. ágúst

Í dag aflýsti ég viðtölum því ég fékk hálsbólgu.

Var því aðallega heimavið.

Mánudagur 20. ágúst

Kl.17 fór ég með Heiði í sjósund.

Hitastig sjávar er um 15 gráður.

Sunnudagur 19. ágúst

Um kvöldið eldaði ég kjúkling.

Laugardagur 18. ágúst

Fyrri partinn skrapp ég í miðbæinn að fylgjast með Reykjavíkurmaraþoninu.

Kl.18 hófst garðveisla í tilefni afmælis míns sem var fyrir viku, en þá var ég á Grænlandi.

Þóra Einarsdóttir, söngkona, kom í veisluna og söng gullfallega fyrir gesti.

Um kvöldið skrapp ég í bæinn að sjá menningarnæturflugeldasýninguna.