Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 11.-17. ágúst 2012

Föstudagur 17. ágúst

Kl.12 stjórnaði ég fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Seinni partinn tók ég til í garðinum og undirbjó veislu.

Fimmtudagur 16. ágúst

Kl.9 hófst seinni hluti ráðstefnunnar um atvinnumál og stjórmálaþáttöku ungs fólks.

Kl.12:15 fórum við í heimsókn til Aker Arktic Technology, en þar eru gerðar rannsóknir og hönnun ísbrjóta.

Kl.15:30 var flug heim.

Miðvikudagur 15. ágúst

Kl.11:00-12:30 stjórnaði ég fundi flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.14:30 hófst ráðstefna hópsins um atvinnumál og stjórnmálaþáttöku ungs fólks.

Juha Sipila, nýr formaður Miðjuflokksins, hélt innlegg á fundinum.

Um kvöldið sigldum við til Sveaborg þar sem haldið var kvöldverðarhóf miðjumanna í Norðurlandaráði.

Þriðjudagur 14. ágúst

KI.7:55 var flug til Helsinki, en þar er sumarfundur flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Mánudagur 13. ágúst

Kl.17 konu stelpurnar í saumaklúbbnum til mín.

Um kvöldið fórum við í drykk í Hörpunni og mat á Holtið í tilefni afmælis okkar Önnu Hrannar í fyrradag.

Sunnudagur 12. ágúst

Í dag  var sól í Nuuk, en síðustu daga hefur aðallega rignt í bænum.

Kl.10:15 var flug til Keflavíkur.

Laugardagur 11. ágúst

Kl.9:30 fórum við í NAPA þar sem við fengum kynningu á verkefnum sem Norræni menningarsjóðurinn hefur styrkt.

Einnig skoðuðum við starfsemi Katuaq, menningarhússins í Nuuk.

Í húsinu er stórt leiksvið og geta 508 áhorfendur setið og fylgst með því sem þar fer fram.

Seinni partinn náði ég að skokka aðeins um Nuuk.

Kl.18:30 var kvöldverðarboð í húsi Hans Egede í boði grænlenska félags- og menningarmálaráðherrans.

Hans Egedes hus er nokkurskonar ráðherrabústaður þeirra Grænlendinga.Boðið var upp á hval, sel, hreindýr, sauðnaut, súrsaða hvönn og fleira.

Josef Mozfeldt, forseti grænlenska þingsins, kom einnig til veislunnar og sagði  mér að hann ræktaði íslenskar kartöflur(gullauga) í garðinum við Hans Egedes hus.

Hann tók upp flottar kartöflur í fyrradag og sagði íslensku kartöflurnar afar bragðgóðar.