Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 28. júlí- 3. ágúst 2012

Föstudagur 3. ágúst

Í dag fór Hákon í útskriftarferð með MR til Marmaris í Tyrklandi.

Hann útskrifast ásamt ferðafélögum sínum næsta vor.

Fimmtudagur 2. ágúst

Um miðjan daginn fór ég í sjósund.

Um kvöldið var hið árlega verslunarmannahelgarpartý hjá Hrafni Gunnlaugssyni.

Miðvikudagur 1. ágúst

Kl.15:30 var athöfn í Dómkirkjunni áður en innsetningarathöfn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, hófst á Alþingi.

Þingmenn, embættismenn og erlendir gestir mættu í athafnirnar.

Um kvöldið var ég með matarboð.

Þriðjudagur 31. júlí

Dagurinn nýttist í lestur gagna og vinnslu minningargreinar.

Mánudagur 30. júlí

Kl.13 skrapp ég í klippingu til Lilju í Team.

Kl.17 fór ég með Húna að skoða nokkrar íbúðir sem eru til sölu.

Sunnudagur 29. júlí

Í dag vann ég í tölvunni og las aðeins yfir gögn fyrir fund sem ég sæki bráðlega fyrir hönd Norræna menningarsjóðsins.

Laugardagur 28. júlí

Dagurinn nýttist m. a. í að koma Hákoni fyrir.