Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 21.-27. júlí 2012

Föstudagur 27. júlí

Um kvöldið lá leiðin í farvel-partý til Önnu og Geira.

Þau eru að flytja til New York.

Fimmtudagur 26. júlí

Í dag lá leiðin aftur til Reykjavíkur, en Hákon hefur verið að vinna í fiski úti á landi í sumar og hlakkaði til að koma aftur að hitta vini og vandamenn.

Miðvikudagur 25. júlí

Dagurinn nýttist í safnaskoðun og fleira.

Þriðjudagur 24. júlí

Í dag fórum við mamma í ferðalag út á land.

Mánudagur 23. júlí

Kláraði að taka íbúðina í gegn og gaf Hjálpræðishernum gömul föt.

Skrapp líka í heimsókn til Ingunnar systur.

Sunnudagur 22. júlí

Dagurinn fór í að taka íbúðina í gegn því bráðum kemur Hákon í bæinn.

Um kvöldið skruppum við mamma á setningu Landsmóts skáta á Úlfljótsvatni.

Forseti Íslands hélt ræðu á hátíðinni.

Talsverð rigning var á svæðinu og höfðu skátarnir grafið nokkra skurði í kringum tjöldin til að drenera vatninu sem mest burt.

Laugardagur 21. júlí

Skrapp í IKEA fyrir hádegi.

Um kvöldið fór ég í veislu þar sem boðið var upp á m. a. humar í chilli- og appelsínusósu og kjúkling.