Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 14.-20. júlí 2012

Föstudagur 20. júlí

Dagurinn nýttist m. a. í góða göngu niður í miðbæ.

Bærinn var fullur af fólki, aðallega erlendum ferðamönnum sem röltu um í sólinni.

Fimmtudagur 19. júlí

Skrapp m. a. á útsölur í Smáralindina með mömmu.

Miðvikudagur 18. júlí

Fór m. a. í Háskólabíó á stórskemmtilega mynd, Intouchables.

Mæli með henni, fyndinn og með fallegan boðskap.

Þriðjudagur 17. júlí

Í dag lá leiðin aftur heim á höfuðborgarsvæðið.

Mánudagur 16. júlí

Dagurinn nýttist í útivist.

Sunnudagur 15. júlí

Dagurinn nýttist í útivist.

Laugardagur 14. júlí

Í dag hljóp Leifur bróðir, Friðleifur Kristinn Friðleifsson, Laugarveginn og lenti í öðru sæti.

Hljóp hann á þriðja besta brautartíma frá upphafi í 16 ára sögu þessa hlaups.

Glæsilegur árangur hjá Leifi.

Um kvöldið lá leiðin út á land.