Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 30. júní-6. júlí 2012

Föstudagur 6. júlí

Kl.12 stýrði ég fundi Rótarýklúbbs Seltjarnarness þar sem við ræddum klúbbmálefni.

Fimmtudagur 5. júlí

Um morguninn skrapp ég í kaffi á stofuna til pabba.

Dagurinn fór að hluta til í lestur og tiltektir.

Miðvikudagur 4. júlí

Kl.12 var fyrst fundur nýrra stjórnar Rótarýklúbbs Seltjarnarness haldinn.

Þriðjudagur 3. júlí

Dagurinn nýttist að mestu við pappírsstörf og reddingar.

Mánudagur 2. júlí

Um miðjan daginn sýndi ég Helen og Morten Alþingi og miðbæinn.

Helen er dóttir Lailu, norskrar æskuvinkonu mömmu.

Sunnudagur 1. júlí

Dagurinn fór í að aka til borgarinnar í tæka tíð til að ná að sjá úrslitaleikinn í evrópukeppninni í fótbolta.

Laugardagur 30. júní

Dagurinn nýttist á landsbyggðinni, m. a. í að hitta framsóknarmenn á sumarhátíð rétt við Mývatn.