Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 23.-29. júní 2012

Föstudagur 29. júní

Kl.12 var stjórnarskiptafundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem ég tók við hlutverki forseta klúbbsins af Hirti Grétarssyni.

Fimmtudagur 28. júní

Kl.8:30 fórum við Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður, út á flugvöll til að hefja ferðalagið heim.

Þar með lauk ferð okkar á fund velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Miðvikudagur 27. júní

Um morguninn flugum við til Genfar.

KI.13-16 fundaði velferðarnefnd Norðurlandaráðs með sérfræðingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaks- og áfengisstefnu stofnunarinnar.

Um kvöldið fórum við í gamla bæinn og fengum okkur kvöldmat. 

Þriðjudagur 26. júní

Kl.9-16 fundaði velferðarnefnd Norðurlandaráðs í Evrópuþinginu með stjórnmála- og embættismönnum um tóbaks- og áfengisstefnu ESB.

Kl.19:30 var nefndinni boðið í kvöldverð í sænska sendiráðinu.

Mánudagur 25. júní

Um miðjan daginn stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Aðalefni vinnu okkar núna er að undirbúa tillögur til Norðurlandaráðsþingsins í haust um tóbaks- og áfengisstefnu Norðurlandanna.

Kl.19 bauð Poul Skytte Christoffersen, sendiherra Dana, nefndinni í kvöldmat.

Sunnudagur 24. júní

Í dag lá leiðin til Brussel og Genfar en þar munum við Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður, sækja fund velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Laugardagur 23. júní

Í dag fórum við Ingunn systir ásamt mömmu í ferðalag um Suðurlandið í tilefni afmælis mömmu.

Skoðuðum við m. a. blómadaga í Hveragerði og keyptum lífrænt ræktað grænmeti í gróðrastöðinni Engi, rétt við Skálholt.