Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 2.-8. júní 2012

Föstudagur 8. júní

Var á Austurlandi í dag.

Heimsótti m. a. Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð og Norðfjörð.

Fimmtudagur 7. júní

Í dag lá leiðin austur á land.

Miðvikudagur 6. júní

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.13 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Um kl.16 tók ég til máls um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Kl.17 lá leiðin í sænska sendiráðið.

Þriðjudagur 5. júní

Kl.8:30 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 var fundur um sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar í höfuðstöðvum Brims á Miðbakka.

Mánudagur 4. júní

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.13 fór ég með pabba í jarðaför Skúla Skúlasonar en hún var gerð frá Seltjarnarneskirkju.

Sunnudagur 3. júní

Dagurinn fór í tiltektir.

Laugardagur 2. júní

Kl.17 var móttaka fyrir 30 ára stúdenta sem útskrifuðust saman úr 6-S í MR árið 1982 heima hjá Birgi Bjarnasyni.

Kl.20 lá svo leiðin á útskriftarhóf MR á Hótel Sögu.

Góð mæting var og mikið fjör.